Á fjarlægum ströndum – tengsl Spánar og íslands í tímans rás

Ritstjórar: Erla Erlendsdóttir, Kristín Guðrún Jónsdóttir

SKU: U202027

ISBN: 978-9935-23-248-9

6,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Á fjarlægum ströndum er safn greina eftir fjórtán höfunda. Víða er komið við í samskiptasögu landanna og má finna margt forvitnilegt sem hefur tengt löndin allt fram á okkar daga. Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson fjalla um ferðir Íslendinga um Jakobsveginn fyrr og síðar, en við sögu koma m.a. Hrafn Sveinbjarnarson og Thor Vilhjálmsson. Már Jónsson segir frá hvalveiðum Spánverja við strendur Íslands á 17. öld og Baskavígunum svokölluðu og Ragnheiður Mósesdóttir rekur samskipti íslenskrar konu og spænsk hvalfangara sem kom til Íslands á þeim tíma. Stefán Svavarsson tekur fyrir viðskipti með saltfisk og vín og Róbert Sigurðarson gerir grein fyrir þátttöku Íslendinga í spænsku borgarastyrjöldinni. Þórarinn Sigurbergsson segir frá íslenskum tónlistarmönnum sem hafa farið til Spánar í gítarnám og Erla Erlendsdóttir og Karl Jóhannsson taka saman yfirlit um upphaf sólarlandaferða Íslendinga. Kristín Guðrún Jónsdóttir rekur sögu spænskra bókmenntaverka sem hafa verið þýdd á íslensku og Enrique Bernárdez, helsti þýðandi íslenskra bókmennta á spænsku, segir frá þýðingum íslenskra bókmenntaverka á spænsku. Núria Frías fylgir úr hlaði með skrá yfir þessi þýddu verk. Sigrún Á. Eiríksdóttir gerir sögu spænskukennslu á Íslandi skil og Erla fjallar um spænsk tökuorð í íslensku og íslensk tökuorð í spænsku. Matthew Driscoll greinir frá merkum spænskum handritum í safni Árna Magnússonar; einnig er sagt frá íslenskum handritum sem geyma sögur af landafundum Spánverja í Vesturheimi. Í bókarlok eru minningarbrot Íslendinga sem hafa dvalið lengri eða skemmri tíma á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar og Spánverja sem hafa búið á Íslandi til lengri tíma. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu.

  • Fag: Erlend tungumál
  • Blaðsíðufjöldi: 422
  • Útgáfuár: 2021

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK