Á vora tungu

Ritstjórar: Haukur Þorgeirsson, Ari Páll Kristinsson

SKU: U201810

ISBN: 978-9935-23-184-0

6,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Kristján Árnason, fv. prófessor við Háskóla Íslands, varð sjötugur 26. desember 2016. Þetta rit er gefið út honum til heiðurs í tilefni afmælis hans og starfsloka. Bókin hefur að geyma úrval tímaritsgreina og bókarkafla eftir hann, 21 talsins. Um er að ræða efni sem birst hefur undanfarna þrjá til fjóra áratugi á ýmsum vettvangi, á Íslandi og erlendis. Fengur er að því að fá efnið nú saman- tekið í einu riti. Kristján hefur áður gefið út viðamiklar bækur, einkum um hljóðkerfi og bragfræði, en þessi bók fyllir inn í heildarmynd af rannsóknum hans. Jafnframt hefur Kristján nú bætt við inngangskafla þar sem hann setur efnið í samhengi og segir frá meginhugmyndum greina og kafla ritsins. Efninu er skipt í þrjá þætti: (I) Málvistfræði og kenningar, (II) Af málræktarfundum og (III) Hljóðþróun og málsaga. Kristján Árnason starfaði við háskólakennslu og rannsóknir í um 40 ár og vann ásamt fleirum að uppbyggingu íslenskra málvísinda. Jafnframt hefur hann getið sér framúrskarandi gott orð fyrir fræðistörf sín á alþjóðavettvangi. Háskólakennsla hans spannaði meginsvið íslenskrar málfræði sögulega og samtímalega en ekki hvað síst hljóðkerfisfræði, bragfræði og félagslega málfræði. Kristján hefur einnig samið kennslubækur í íslenskri málfræði. Hann sat um árabil í Íslenskri málnefnd og var formaður hennar 1989–2001.

  • Blaðsíðufjöldi: 424
  • Útgáfuár: 2018
  • Fag: Málvísindi

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK