Áfangastaðir - í stuttu máli
Höfundar:
Description
Ísland hefur á skömmum tíma orðið geysivinsæll áfangastaður ferðamanna í takt við hnattrænan vöxt ferðamennsku. Þótt heimsfaraldurinn hafi um stund hægt á straumnum bendir allt til þess að gestkvæmt verði á landinu um ókomna tíð. Umræða um stjórnun og skipulag ferðaþjónustu er áberandi enda hefur uppbygging innviða til að þjónusta ferðamenn margs konar áhrif á landslag og samfélög og hefur víða reynst umdeild. Í grundvallaratriðum snýst þessi umræða um mótun áfangastaða. Markmið bókarinnar Áfangastaðir – í stuttu máli er að draga upp nýja mynd af því hvernig áfangastaðir verða til og þróast. Með hliðsjón af uppbyggingu ferðamennsku á Ströndum er rýnt í samband ferðaþjónustu og samfélaga og sýnt hvernig náttúra og menning eru samofin svið en ekki aðgreind eins og oft er látið í veðri vaka. Með þessu er spjótum beint að hefðbundnum rannsóknaraðferðum ferðamálafræðinnar og bent á nýjar leiðir til að nálgast og veita innsýn í margbreytileika ferðamennskunnar og áfangastaða ferðamanna.
Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund eru prófessorar í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
- Fag: Ferðamálafræði
- Útgáfuár: 2021
- Blaðsíðufjöldi: 124
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.