Afbrot og refsiábyrgð I – Aukin og endurbætt útgáfa

Höfundur: Jónatan Þórmundsson

SKU: U202315

ISBN: 978-9935-23-320-2

9,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Afbrot og refsiábyrgð I–III eru grundvallarrit um hinn almenna hluta refsiréttar. Fyrsta bindið kemur nú út endurskoðað, verulega aukið og endurbætt. Inn í efni þess er fléttað víðtækri þróun í íslenskri refsilöggjöf og dómaframkvæmd síðustu tvo áratugi, m.a. með vaxandi alþjóðavæðingu landsréttar á grundvelli fjölmargra þjóðréttarsamninga. Ritið er í senn yfirgripsmikið fræðirit, aðgengilegt kennslurit og handhægt uppsláttarrit.

Bindið skiptist í níu efnishluta. Þar er m.a. fjallað um hið almenna og rýmkaða afbrotahugtak, flokkun afbrota, jafnt hefðbundinna sem nýrra brotategunda, athafnabrot og athafnaleysisbrot, tilraun til afbrota og afturhvarf, hlutdeild í afbrotum og samverknað. Loks eru veigamiklir þættir um refsiheimildir og skýringu refsilaga.

Höfundur er prófessor emeritus og heiðursdoktor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann varð prófessor árið 1970, hefur stundað fræðistörf og kennslu í lögfræði og gefið út fjölda fræðibóka og ritgerða. Hann hefur lagt áherslu á almennan og sérstakan hluta refsiréttar svo og einstök svið hans. Einnig hefur hann fengist við skattarétt, sakamálaréttarfar og afbrotafræði. Á síðari árum hefur höfundur lagt rækt við alþjóðlegan refsirétt, gefið út fræðirit og séð um kennslu í greininni allt til þessa dags.

  • Útgáfuár: 2023
  • Fag: Lögfræði
  • Blaðsíðufjöldi: 554

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK