Almanak HÍ 2020

Ritstjórar: Þorsteinn Sæmundsson, Gunnlaugur Björnsson

SKU: U202000

ISBN: 977-1022-852-00-7

2,990 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Út er komið Almanak fyrir Ísland 2020 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 184. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmunds­son stjörnufræð­ing­ur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísind­a­stofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakin­u eru stjörnukor­t, kort sem sýnir áttavitaste­fnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna yfirlit um hnetti himingeims­ins, mælieining­ar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborg­um­ þeirra. Af nýju efni má nefna grein um sólgos og áhrif þeirra. Lýst er nýrri skilgreiningu á kílógramminu og fjallað um silfurský. Loks eru í almanakin­u upplýsingar um helstu merkisdaga nokkur ár fram í tímann. Á heimasíðu almanaksins (almanak.hi.is) geta menn fundið ýmiss konar­­ fróðleik til viðbótar, þar á meðal upplýsingar sem borist hafa eftir að almanakið fór í prentun. Á sölusíðu almanaksins (almanak.is) geta menn nálgast almanakið á rafrænu formi.

  • Blaðsíðufjöldi: 96

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK