Andvari 2017
Ritstjóri:
This product is not available in the selected currency.
In Stock
Backordered
Out of Stock
Description
Aðalgrein Andvara í ár fjallar um Björn Þorsteinsson sagnfræðing og er hún samin af Gunnari F. Guðmundssyni sagnfræðingi. Björn var tímamótamaður í fræðigrein sinni á Íslandi, nálgaðist sögu þjóðarinnar með öðrum hætti en fyrri fræðimenn, út frá þjóðfélagsþróun fremur en ævisögum einstakra forustumanna. Einkum fjallaði hann um sögu fyrri alda og ekki síst erlend áhrif á Ísland. „Enska öldin“ nefnist eitt helsta rit hans og fyrir það varð hann doktor frá Háskóla Íslands.
Aðrar greinar í Andvara eru þessar: Hannes Pétursson ritar „Tvennt í heimi“, um fræga vísu eftir Steingrím Thorsteinsson í kvæðinu Lífshvöt, sem að öðru leyti er gleymt. - Hjalti Hugason ritar um séra Pál Sigurðsson í Gaulverjabæ og postillu hans , en hún hafði veruleg áhrif til að breyta afstöðu manna til trúmála í lok nítjándu aldar og upphafi hinnar tuttugustu. - Ármann Jakobsson fjallar um útgáfur Íslendingasagna fyrir almenning fyrr á tíð og einkum mikla útgáfu sem Sigurður Kristjánsson stóð fyrir og var hin fyrsta sem náði til alls almennings, svo sagt hefur verið um Sigurð að hann hafi fært þjóðinni Íslendingasögurnar. – Soffía Auður Birgisdóttir og Snævarr Guðmundsson rita saman grein um „stjörnuglópinn“ Þórberg Þórðarson. Það er bókmenntaleg og stjarnfræðileg athugun á hinum mikla áhuga Þórbergs á stjörnunum sem fram kemur í sögunni um elskuna hans Íslenskum aðli.- Páll Bjarnason birtir stutta grein um ástir Jónasar Hallgrímssonar og Þóru Gunnarsdóttur, samkvæmt heimild sem er hið fyrsta sem kom fyrir eyru fólks um það efni, en ekki hefur birst fyrr á prenti.
Loks er grein eftir Auði Aðalsteinsdóttur um sögur eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Andvari er 166 blaðsíður. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson og ritar hann inngangspistil í ritið.
- Blaðsíðufjöldi: 164
- Útgáfuár: 2017
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.