Baráttan um bjargirnar – Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags
Höfundur:
Description
Þessi bók varpar nýju ljósi á þróun íslensks samfélags og lífskjara almennings. Hún sýnir hvernig vald og hagsmunir ólíkra stétta og átök þeirra um áhrif réðu för. Vinstri stjórnmálaöfl urðu ekki jafn áhrifamikil hér og á hinum Norðurlöndunum, en íslensk verkalýðshreyfing bætti það upp að hluta. Samt er íslenska velferðarríkið vanbúið, forréttindi fjármálaafla mikil og skattkerfið óréttlátt. Of margir búa við þrengingar þrátt fyrir mikla hagsæld í landinu. Þetta er grænbók um hvað má betur fara í samfélaginu.
„Bók Stefáns Ólafssonar er ein skarpasta og merkileg- asta þjóðfélagsrýni sem ég hef séð um okkar samtíma. Stefán fer með okkur í ferðalag um sögu síðustu hundrað ára og sýnir hvaða þættir hafa mótað lífskjör Íslendinga: hagþróun, hugmyndafræði, valdakerfið og hagsmuna- barátta atvinnurekenda og launafólks. Bókin er skrifuð af yfirsýn og djúpri þekkingu á efninu en jafnframt af óvenjulegu hispursleysi um þær meinsemdir sem sett hafa mark sitt á samfélagið á undanförnum áratugum.“
GUÐMUNDUR JÓNSSON, PRÓFESSOR Í SAGNFRÆÐI
„Þetta er tímamótaverk og nauðsynlegt innlegg í upp- lýsta þjóðmálaumræðu. Skarpskyggn greining Stefáns Ólafssonar afhjúpar hvernig stéttabaráttan hefur mótað íslenskt samfélag fram á þennan dag – samfélag þar sem hagsmunir yfirstéttarinnar ráða mestu. Öflug verkalýðshreyfing hefur reynst mesta mótstöðuaflið í valdataflinu en betur má ef duga skal.“
GUÐMUNDUR ODDSSON, DÓSENT Í FÉLAGSFRÆÐI
Bókin hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og tilnefningu til viðurkenningar Hagþenkis 2022.
- Fag: Félagsfræði, Stjórnmálafræði
- Blaðsíðufjöldi: 432
- Útgáfuár: 2022
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.