Birgir Andrésson - Í íslenskum litum

Höfundur: Þröstur Helgason

SKU: U202103

ISBN: 978-9935-23-252-6

5,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Birgir Andrésson (1955-2007) var í senn þjóðlegastur og alþjóðlegastur íslenskra listamanna. Úr uppdráttum af torfbæjum, hestalýsingum, flökkurum og neftóbaksfræðum bjó hann til verk sem segja öllum íbúum heimsins sannleikann um sig sjálfa. Árum saman skráði Þröstur Helgason hnyttni hans og heimspeki, uppvaxtarsögur af Blindraheimilinu og frásagnir af vopnabræðrum í listinni. Það leiðist engum að hlýða á sagnagarpinn í ham og í þokkabót fær lesandinn frábæra innsýn í list hans og feril. Því eins og Biggi segir: ,,Svona er þetta!" Hann færi ekki fram hjá neinum sem mætti honum á götu. Stór vexti, búklangur og þykkur um sig miðjan, kýttur í herðum og hálsstuttur, hrjúfur í andliti og leggur höfuðið aftur þegar hann ávarpar fólk þannig að dökkt og mikið hárið tekur frá andlitinu. Augun geta verið starandi, jafnvel stingandi undir miklum og grásvörtum augabrúnum. Röddin er glettnisleg og hann hallar jafnan undir flatt þegar hann stendur á snakki. Hendurnar eru sverar en fingurnir fíngerðir. Hæggengur og þungstígur, útskeifur og kringilfættur. Jafnan í svörtum frakka, bláum gallabuxum og svörtum skóm.

  • Fag: Myndlist, bókmenntir, heimspeki
  • Útgáfuár: 2021
  • Blaðsíðufjöldi: 180

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK