Dagbók 2016 – Árið með heimspekingum

Ritstjórar: Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Nanna Hlín Halldórsdóttir, Erla Karlsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir

SKU: U201539

ISBN: 978-9935-23-098-0

3,990 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Hvað er yin og yang og hvernig tengist þetta hugtakapar kvenleika og karlmensku? Hvað er samfélagssáttmáli og hvernig má endurtúlka hann með tilliti til kyns og kynþáttar? Hvað segja nornabrennur í Evrópu okkur um samfélagsskipan við upphaf nýaldar? Eigum við að hlusta á innsæið og þær tilfinningar sem við geymum í maga okkar? Í amstri hversdagsins er ágætt að hafa við hlið sér dagbók til að skrá þau verkefni sem við myndum annars gleyma: Að mæta á húsfund á fimmtudagskvöldi eða til læknis á þriðjudagsmorgni. Stundum þegar við setjumst niður til þess að skrá slíkt hjá okkur tekur hugurinn ósjálfrátt að flögra um, með pennanum byrjum við að teikna alls konar mynstur eða blóm, hlustum á umferðarniðinn í fjarska ... eða lesum um eins og einn heimspeking! Dagbókin ætti ekki aðeins að vera handhæg öllum þeim sem vilja fylgjast með tímanum heldur einnig að tendra huga fólks með litlum viskubrotum úr margvíslegri hugsun kvenna fyrr og síðar. Í öllu falli má finna svör og hugleiðingar við spurningunum hér að ofan en von okkar er að textarnir veki upp enn fleiri spurningar sem og vilja til að leita sér skilnings og þekkingar.

  • Útgáfuár: 2016
  • Fag: Heimspeki

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK