Dauðadómurinn – Bjarni Bjarnason frá Sjöundá 1761–1805

Höfundur: Steinunn J. Kristjánsdóttir

SKU: U202409

ISBN: 978-9935-23-332-5

5,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Örlög fólksins frá Sjöundá á Rauðasandi eru vel kunn. Fólkinu þar og veröld þess hefur margsinnis verð lýst út frá sjónarhorni yfirvalda; hvernig dómsvald í nafni konungs og kirkju sá úr fjarlægð heim að Sjöundá. Hér er hins vegar horft á málið frá sjónarhorni sakborningsins sjálfs, Bjarna Bjarnasyni. Gagna var aflað úr hinum skjalfesta veruleika yfirvalda en einnig sótt í náttúru, sagnir og gripi úr umhverfi Bjarna. Heimildir eru fyrir öllum atburðunum sem sagt er frá og fólkið sem kemur við sögu var til. Sagan endurspeglar líf átjándu aldar almúgamanns sem ólst upp við nýstárlegar hugmyndir upplýsingarinnar um aga, refsingar og framfarir, í bland við helvítisótta og utanbókarlærdóm á orð Guðs. Við gefum honum sjálfum orðið.

Steinunn kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Eftir hana liggja verðlaunabækurnar Sagan af klaustrinu á Skriðu (2012) og Leitin að klaustrunum (2017). Þá gaf Routledge út bók hennar Monastic Iceland (2023). Bókin um Bjarna er byggð á rannsókn Steinunnar á aftökum eftir siðaskipti á Íslandi. Gísli Kristjánsson sagnfræðingur aðstoðaði við rannsókn ritaðra heimilda.

  • Blaðsíðufjöldi: 390
  • Útgáfuár: 2024
  • Fag: Fornleifafræði, sagnfræði

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK