Elítur og valdakerfi á Íslandi
Höfundur:
This product is not available in the selected currency.
In Stock
Backordered
Out of Stock
Description
Elítum er oft stillt upp sem óvinum alþýðunnar í pólitískri orðræðu samtímans. Þeim er lýst sem þröngum hópum fólks sem ráði raðum sínum í pólitískum skúmaskotum á kostnað hins hreinlynda og óspillta almennings. Popúlistar, bæði á hægri og vinstri væng stjónmálanna, líta svo á að átakaflöturinn milli elíta og almennings sé sá sem mestu skiptir í nútímastjórnmálum.
En hvað er í raun vitað um elíturnar? Mynda þær samhentan kjarna sem stýrir samfélaginu á bakvið tjöldin eða samanstanda þær bara af fólki sem hefur náð góðum árangri á sínu sviði? Í þessari bók er þróun valdakerfanna á Íslandi rakin frá því á nítjándu öld og gögn birt um samsetningu og starfshætti elítuhópa á mismunandi sviðum samfélagsins. Aðferðafræðin tekur mið af norrænum elíturannsóknum en er löguð að íslenskum aðstæðum.
Niðurstöður höfundar benda til þess að íslenska valdakerfið hafi þróast frá ættarveldi á nítjándu öld til flokksræðis á þeirri tuttugustu en hins vegar megi á þeirri tuttugustu og fyrstu greina valdakerfi í mótun sem hafi aukin einkenni margræðis.
Höfundur bókarinnar er dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er höfundur fjölda bóka, bókakafla og tímaritsgreina um stjórnmál og stjórnmálafræði. Meðal sérsviða hans eru stjórnmálaflokkar, opinber stefnumótun og tengsl stjórnmála og stjórnsýslu.
- Útgáfuár: 2021
- Blaðsíðufjöldi: 182
- Fag: Stjórnmálafræði
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.