Esterarbók Gamla Testamentsins
Ritstjórar:
Þýðandi:
This product is not available in the selected currency.
In Stock
Backordered
Out of Stock
Description
JÓN RÚNAR GUNNARSSON (1940–2013) var í hópi þeirra sem unnu að nýju Biblíuþýðingunni sem kom út árið 2007. Esterarbók er ein þeirra bóka sem Jón þýddi. Fræðilegar forsendur þeirrar þýðingar er meginefni þessarar nýju bókar. Þar er gerð grein fyrir þýðingunni, ástæður breytinga raktar, þær studdar rökum með tilvísun til annarra þýðinga og fræðilegrar umfjöllunar. Í rækilegum menningarsögulegum inngangi er m.a. gerð grein fyrir stað og tíma Esterarbókar og hún staðsett meðal annarra bóka Biblíunnar. Auk þess er sjálf þýðingin birt. Í bókinni er einnig ýmiss konar lykilefni til fróðleiks og skýringa. Við vinnu sína lagði Jón til grundvallar margar eldri og yngri þýðingar á fjölda tungumála auk fræðilegs efnis sem varðar Esterarbók. Sagan sjálf er heillandi. Hún segir frá lífi Esterar, Gyðingastúlkunnar fögru, sem verður drottning í Persaveldi.
Jón Rúnar Gunnarsson lauk prófi í samanburðarmálfræði frá Óslóarháskóla árið 1969. Áður hafði hann stundað nám í Tékkóslóvakíu og Póllandi. Hann var um skeið kennari við Óslóarháskóla en lengstum við Háskóla Íslands. Eftir Jón liggja fræðilegar greinar um málfræði auk kennslubókar í íslensku. Hann þýddi einnig efni af ýmsum toga, m.a. nokkur leikrit.
Margrét Jónsdóttir og Bjarki Karlsson önnuðust útgáfu bókarinnar. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápuna.
- Blaðsíðufjöldi: 190
- Útgáfuár: 2017
- Fag: Guðfræði
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.