Fötlun, sjálf og samfélag: Birtingarmyndir og úrlausnarefni

Ritstjóri: Snæfríður Þóra Egilson

SKU: U202416

ISBN: 978-9935-23-336-3

8,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Þótt umfangsmiklar rannsóknir hafi beinst að lífi og líðan fatlaðs fólks undanfarin ár hefur megnið af útgefnu efni einungis birst á erlendum vettvangi. Þessari bók er ætlað að bæta úr skorti á aðgengilegu efni á íslensku og að varpa ljósi á líf og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks hér á landi í ljósi gagnrýninna kenninga og íslenskra rannsókna á sviði fötlunarfræða. Athygli er beint að samverkandi áhrifum félagslegra, efnislegra og stofnanabundinna hindrana sem skapa og viðhalda fötlun og torvelda fötluðu fólki að lifa góðu lífi. Fjallað er um hvernig viðteknum hugmyndum um að fötlun sé andstæð ,eðlilegu lífi‘ er viðhaldið og hvaða áhrif það hefur á tækifæri fatlaðs fólks til þátttöku á fjölbreyttum vettvangi. Lögð er áhersla á að kynna þau viðfangs- og úrlausnarefni sem tekist er á við á ólíkum æviskeiðum.

Kaflarnir tólf veita greinargóða innsýn í þróun fræðasviðsins síðustu ár og áratugi en höfundar efnis eru rannsakendur sem beint hafa sjónum að ólíkum sviðum innan fötlunarfræði.

Bókin er ætluð til kennslu í háskólum en getur einnig gagnast fötluðu fólki, fjölskyldum þess, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks, þjónustuveitendum og stefnumótandi aðilum. Höfundar bókarinnar vænta þess að efni hennar og umfjöllun veki fólk til umhugsunar og leiði til aðgerða sem dragi úr aðgreiningu og stuðli að félagslegu réttlæti, jákvæðum viðhorfum, bættu aðgengi og umbótum í þjónustu.

  • Fag: Fötlunarfræði
  • Útgáfuár: 2024
  • Blaðsíðufjöldi: 400

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK