Heimar mætast – Smásögur frá Mexíkó

Ritstjóri: Kristín Guðrún Jónsdóttir

Þýðandi: Kristín Guðrún Jónsdóttir

SKU: U201639

ISBN: 978-9935-23-139-0

3,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Út er komin hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum Rómönsku-Ameríku alla 20. öldina, ekki síst í Mexíkó en þaðan koma margir af helstu rithöfundum álfunnar. Í bókinni eru sextán smásögur eftir sextán höfunda og spanna tímabilið frá 1952 til 2009. Þær veita innsýn í hið fjölbreytta mannlíf í Mexíkó þar sem ólíkir menningarheimar og ólíkir tímar mætast. Kristín Guðrún Jónsdóttir valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang. Kápu bókar prýða Mærin af Guadalupe, verndardýrlingur Mexíkó, og Quetzalcóatl, fiðraði snákurinn sem var mikilvægur guð margra þjóðflokka í Mexíkó.

  • Blaðsíðufjöldi: 236
  • Útgáfuár: 2016
  • Fag: Bókmenntafræði

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK