Hin lagalega aðferð og réttarheimildirnar

Höfundur: Skúli Magnússon

SKU: U200344

ISBN: 978-9979-54-558-3

2,790 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Hvers vegna greinir menn á um lög og rétt? Er hægt að gera upp á milli ólíkra fullyrðinga um gildandi rétt? Á hvaða grundvelli eru lagalegar niðurstöður reistar? Er ávallt til ein rétt niðurstaða við úrlausn lagalegs ágreinings? Hvernig tengjast niðurstöður um gildandi rétt almennum hugmyndum um lög og siðferði?

Allar þessar spurningar lúta með einum eða öðrum hætti að hinni lagalegu aðferð sem er meginviðfangsefni bókarinnar. Í bókinni er hin lagalega aðferð og álitamál henni tengd krufin í fimm sjálfstæðum greinum. Í fyrstu tveimur greinunum er athyglinni beint að afmörkun lagahugtaksins og hvernig hugmyndir manna um lögin tengjast fullyrðingum um gildandi rétt. Meðal annars er rætt um þær stefnur í réttarheimspeki sem kenndar hafa verið við vildarrétt og náttúrurétt og færð að því rök að þessar stefnur feli ekki nauðsynlega í sér ólíkar kenningar um hina lagalegu aðferð eins og oft er haldið fram. Í þriðju greininni eru viðteknar skoðanir íslenskra lögfræðinga um hina lagalegu aðferð ræddar og útskýrðar í ljósi almennra kenninga um lögin. Í þessu sambandi er réttarheimildarhugtakið og gagnrýni á það sérstaklega rædd, en umfjöllun íslenskra fræðimanna um hina lagalegu aðferð hefur mjög beinst að því að gera grein fyrir réttarheimildunum. Í fjórðu greininni er fjallað sérstaklega um þýðingu fordæma Hæstaréttar Íslands við lagalega niðurstöðu að íslenskum rétti og viðteknar skoðanir um það efni gagnrýndar. Í fimmtu og síðustu greininni er spurningin um hina einu lagalegu réttu niðurstöðu rædd með hliðsjón af kenningum erlendra fræðimanna.

  • Fag: Lögfræði
  • Útgáfuár: 2003
  • Blaðsíðufjöldi: 208

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK