Hýperíon - eða einfarinn á Grikklandi
Höfundur:
Þýðandi:
This product is not available in the selected currency.
In Stock
Backordered
Out of Stock
Description
Friedrich Hölderlin (1770–1843) var uppi á pólitískum og menningarlegum umbrotatímum í Evrópu. Hann var í vinfengi við skáldbræður sína Schiller og Goethe, og félagi heimspekinganna Hegels og Schellings. Eftir Hölderlin liggja einhver fegurstu ljóð sem ort hafa verið á þýska tungu. Hýperíon er eina prósaverkið sem hann lauk við á skömmum skáldferli sínum. Þegar hann var um þrítugt missti hann heilsuna og lifði í rúm 30 ár í „andlegu náttmyrkri“, í turni á bökkum árinnar Neckar í Suður-Þýskalandi.
Hýperíon er á ytra borði þroskasaga ungs manns á 18. öld. Þó að sagan gerist á Grikklandi er hún þó í raun lýsing á viðleitni skáldsins sjálfs til að ná fótfestu í heimi þar sem verðmæti á borð við ást og fegurð eru lítils metin. Sagan er jafnframt rómantískur óður til náttúrunnar, áskorun um að vernda þær miklu gersemar sem í henni felast. Frásögnin er ljóðræn og tilfinningaþrungin, enda skrifuð með hjartablóði eins af fremstu ljóðskáldum Þjóðverja fyrr og síðar. Tímalaust og grípandi skáldverk um viðleitni ungrar, hrifnæmrar sálar til að lifa af í köldum og harðneskjulegum heimi, þar sem listin og fegurðin eiga undir högg að sækja.
Arthúr Björgvin Bollason þýddi og ritaði inngang.
- Fag: Bókmenntir, þýðingar, þýska
- Útgáfuár: 2021
- Blaðsíðufjöldi: 348
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.