Íslenskt lýðræði

SKU: U201821

ISBN: 978-9935-23-192-5

5,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Eftir hrun bankanna 2008 hefur verið kreppa í íslenskum stjórnmálum. Í lýðræðisumræðu hefur mikil áhersla verið lögð á að auka þátttöku borg­ aranna en minna hefur verið skoðað hvernig styrkja megi fulltrúalýð­ ræðið. Í þessari bók er kastljósinu beint að starfsháttum og stefnumótun í stjórnmálum í ljósi hugmynda rökræðulýðræðis. Kannað er hvaða skilningur er ríkjandi á lýðræði hérlendis og hvernig hann birtist í stjórn­ siðum, hugmyndum um lýðræðislega ábyrgð, fjölmiðlun, menntunar­ áformum og pólitískri umræðu. Bæði er horft til þess hvað einkenndi íslenska stjórnarhætti í aðdraganda hrunsins og þær lýðræðistilraunir sem gerðar hafa verið eftir hrun. Færð eru rök fyrir því að brýnasta verk­ efnið sé að styrkja lýðræðislegar stofnanir og bæta stjórnsiði. Í bókinni fléttast saman fræðileg sjónarhorn hugvísinda og félagsvís­ inda, heimspekileg hugtakagreining, sagnfræðileg rýni og empírískar athuganir. Þessi aðferð, ásamt því að skoða lýðræði út frá vinnubrögð­ um og stjórnsiðum fremur en þátttöku borgaranna, er nýmæli í rann­ sóknum á íslensku lýðræði eftir hrun. Niðurstöðurnar gætu nýst í mati á styrkleikum og veikleikum íslenskra stjórnmála og stjórnsýslu, hvernig styrkja megi lýðræðislega innviði samfélagsins og rökræðustoðir stjórn­ málanna og efla lýðræðismenntun borgaranna. Bókin er mikilvægt framlag til þess brýna verkefnis að bæta lýðræðis­ lega stjórnarhætti svo endurheimta megi traust á íslenskum stjórn­ málum og stofnunum lýðræðissamfélagsins.

  • Útgáfuár: 2018
  • Blaðsíðufjöldi: 308

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK