Leikum, lærum, lifum
Höfundar:
This product is not available in the selected currency.
In Stock
Backordered
Out of Stock
Description
Í opinberri menntastefnu á Íslandi er lögð áhersla á að leikur sé helsta námsleið leikskólabarna. Um leið er leikurinn frjáls og hefur tilgang í sjálfum sér.
Í þessari bók er greint frá starfendarannsóknum sem gerðar voru hér á landi til að varpa ljósi á hvernig leikskólakennarar geti náð því markmiði að tengja leik við námssvið leikskólans og grunnþætti menntunar sem sett eru fram í aðal- námskrá leikskóla. Lýst er starfendarannsóknum í fimm leikskólum en þær snerust um vellíðan, sköpun, lýðræði, sjálfbærni og læsi. Einnig er nánari umfjöllun um flæði í leik og námi barna og sköpun í skólastarfi, auk jafnréttis í leikskólum.
Hér er enn fremur að finna umfjöllun um gildi þess að setja fram námsmarkmið og huga að hlutverki kennara og annars starfsfólks í að móta leik sem aðferð í námi og kennslu, í þeim tilgangi að stuðla að námi barna og auka áhrif þeirra á eigið nám og námið hvert hjá öðru.
Bókin er ætluð kennaranemum, kennurum og starfsfólki í leik- og grunnskólum, þeim sem móta stefnu í skólamálum og öðrum sem láta sig menntun yngstu borgaranna varða.
- Blaðsíðufjöldi: 271
- Útgáfuár: 2016
- Fag: Menntavísindi
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.