Listir og menning sem meðferð _ Íslensk söfn og alzheimer

Ritstjóri: Halldóra Arnardóttir

SKU: U201713

ISBN: 978-9935-23-153-6

5,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Bókin Listir og menning sem meðferð: íslensk söfn og Alzheimer opnar fyrir jákvæða umfjöllun um Alzheimer-sjúkdóminn og kynnir hugmyndir um hvernig nýta megi listir og menningartengda þætti til að byggja upp nýtt samband þess sem þjáist af sjúkdómnum við ástvini sína. Markmið bókarinnar er að aðstoða fjölskyldur og söfn við að styrkja stoðirnar og efla núvitundina og auka lífsgæði þeirra sem búa við Alzheimer-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn sviptir einstaklinginn sjálfsmeðvitundinni smá saman sem listir ná að draga fram aftur.

Myndlist og íslenskur menningararfur eru kveikjur fyrir hugmyndaflugið, tilfinningaminnið og félagslegar samræður. Þær tengja við lífið og stuðla að sjálfskoðun í núvitundinni. Bókin gagnast því líka fjölskyldum og öðrum aðstandendum einstaklinga með alzheimer. Ritið er fyrst sinnar tegundar á Íslandi og er beint til þeirra rúmlega 100 safna sem eru á Íslandi, menntastofnana og stofnana heilbrigðiskerfisins. Bókin sýnir leiðir fyrir ólík söfn landsins að bjóða upp á sérsniðna dagskrá þar sem talmál er örvað og minningar endurvaktar í gegnum myndverk og hluti.

Halldóra Arnardóttir listfræðingur ritstýrir bókinni en auk hennar skrifa innlendir og erlendir sérfræðingar: Guðrún Nordal, Jón Snædal, Carmen Antúnez Almagro, Francesca Rosenberg, Laurel Humble, Carrie McGee, Javier Sánchez Merina, María Delgado López, Rosa María Hervás Avilés, Chelete Monereo, José García Martínez, Paco Torreblanca, David Torreblanca, Henriette Brouwers, John Malpede og Þórarinn Eldjárn.

  • Blaðsíðufjöldi: 156
  • Útgáfuár: 2017
  • Fag: Bókmenntafræði

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK