Litróf einhverfunnar

Ritstjórar: Sigríður Lóa Sæmundsen, Evald Sæmundsen

SKU: U201409

ISBN: 978-9935-23-032-4

4,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Einhverfa er heilkenni sem felst í óvenjulegri heilastarfsemi og birtist einkum í takmarkaðri færni í félagslegum samskiptum, sérstakri skynjun, ásamt endurtekningarsamri hegðun og þröngu áhugasviði. Bókin er samin af starfsmönnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og gefin út af Háskólaútgáfunni. Ritstjórar eru Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen. Fjallað er um greiningu á einhverfu, orsakir hennar og meðraskanir, framvindu og horfur, meðferð, þjónustu, fjölskyldur, líf og reynslu einhverfra. Sjónum er einkum beint að börnum og unglingum, en þó einnig að öðrum aldurshópum. Þá eru í bókinni nýjar upplýsingar um sögu einhverfu á Íslandi. Tíðni einhverfu hefur aukist verulega á undanförnum áratugum og hefur sú aukning vakið upp áleitnar spurningar, jafnvel tortryggni bæði innan vísindasamfélagsins og í þjónustugeiranum. Samfara því hefur umfjöllun um einhverfu aukist gríðarlega á heimsvísu á sviði vísindarannsókna, lista og menningar og í fjölmiðlum en einnig meðal hagsmunasamtaka, foreldra og einstaklinga með einhverfu sem tjá sig opinberlega í æ ríkari mæli. Bókin er hugsuð fyrir foreldra og aðra ættingja, einhverfa fólkið sjálft, þá sem tengjast einhverfum í starfi, nemendur í framhaldsskólum og á neðri stigum háskóla, svo og aðra sem hafa áhuga á einhverfu.

  • Blaðsíðufjöldi: 418
  • Útgáfuár: 2014
  • Fag: Heilbrigðisvísindi

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK