Loftslagsréttur

Höfundar: Aðalheiður Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Bragadóttir

SKU: U201924

ISBN: 978-9935-23-229-8

9,900 kr. 8,390 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Löggjöf á sviði loftslagsmála hefur þróast ört á undanförnum árum, bæði alþjóðlega og innan einstakra ríkja. Á ensku er nú í auknum mæli vísað til slíkrar löggjafar undir yfirskriftinni climate change law eða climate law sem í þessari bók er þýtt sem loftslagsréttur. Um 15 ár eru liðin síðan fyrst var vikið berum orðum að loftslagsmálum í lögum samþykktum á Alþingi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hafa fjölmargar réttarheimildir nú að geyma tilvísanir til loftslagsmála. Árið 2012 voru í fyrsta skipti sett heildarlög um málefnið, lög nr. 70/2012 um loftslagsmál. Reglur um losun gróðurhúsalofttegunda og önnur viðfangsefni loftslagsmála er þó að finna mun víðar, enda snertir efnið flest svið samfélags og atvinnulífs og liggur þvert á ýmsa málaflokka, m.a. orkumál, mengunarmál, meðhöndlun úrgangs, samgöngur, skipulagsmál, skógrækt og landgræðslu. Í Loftslagsrétti er fjallað um fjölda laga og reglugerða sem varða loftslagsmál og sett fram yfirlit yfir lagaumhverfi málaflokksins hér á landi, ásamt lögfræðilegri greiningu og ítarlegri umfjöllun um tiltekna þætti regluverksins. Einn megintilgangur bókarinnar er að setja íslenskar réttarreglur um loftslagsmál í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur á þessu sviði, en vegna hnattræns eðlis loftslagsvandans hafa ákvarðanir sem teknar eru utan landsteinanna óvenjumikla þýðingu fyrir stefnumótun og aðgerðir íslenskra stjórnvalda í málaflokknum. Í bókinni er því einnig fjallað ítarlega um helstu skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum, sem koma m.a. fram í Parísarsamningnum og í gerðum Evrópusambandsins á sviði loftslags- og orkumála sem hafa verið teknar upp í EES-samninginn. Aðalhöfundur bókarinnar er Hrafnhildur Bragadóttir, mag. jur., LL.M. og aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu af störfum á sviði loftslagsmála og er höfundur bókarinnar Réttarreglur um losun gróðurhúsalofttegunda sem kom út árið 2009. Meðhöfundur er dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, en hún er höfundur fjölmargra tímaritsgreina og bóka á sviði umhverfisréttar.

  • Útgáfuár: 2021
  • Blaðsíðufjöldi: 362
  • Fag: Lögfræði

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK