Lýðræðisvitinn
Höfundar:
Description
Í Lýðræðisvitanum er fjallað um hverjir eru grunnþættir lýðræðis, af hverju er mikilvægt að standa vörð um grunnstoðir lýðræðis og hvað við getum gert sem almennir borgarar til að hafa áhrif.
Í fyrsta hluta hans er rætt um hvað lýðræði er, hver munurinn á beinu og óbeinu lýðræði er, hvernig stjórnkerfið er uppsett á Íslandi, af hverju þátttaka í lýðræði er mikilvæg, hvaða máli gagnrýnin hugsun skiptir og af hverju fólk ætti að láta sig málin varða.
Í öðrum hluta bókarinnar er farið yfir nokkrar aðgerðir sem hægt er að grípa til, t.d. hvernig er hægt að setja upp umræðufund, að skrifa umsagnir um lagafrumvörp, að koma efni á framfæri til fjölmiðla eða að skrifa í fjölmiðla, að skipuleggja samstarf í gegnum netið og að halda kosningar.
Í þriðja og síðasta hluta handbókarinnar er fjallað um nokkra leiki sem hægt er að fara í, bæði sér og öðrum til gagns og gamans, sem allir hafa það að markmiði að skapa umræðu um ólíkar hliðar og ólík hlutverk í lýðræðissamfélagi svo sem að láta allar raddir hljóma, að afla sér fylgis, að skapa tengsl og að taka þátt.
- Fag: Stjórnmálafræði, samfélag
- Blaðsíðufjöldi: 78
- Útgáfuár: 2024
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.