Málið er - Greinasafn til heiðurs Höskuldi Þráinssyni

Höfundur: Höskuldur Þráinsson

Ritstjórar: Ásgrímur Angantýsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson

SKU: U202031

ISBN: 978-9935-23-249-6

6,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, fæddist í Reykjavík 15. janúar 1946 og er því 75 ára þegar þetta greinasafn kemur út honum til heiðurs. Málið er hefur að geyma úrval tímaritsgreina, bókarkafla og áður óbirtra er- inda eftir Höskuld. Auk þess hefur hann tekið saman inngang þar sem hann gerir grein fyrir skipulagi og efnistökum bókarinnar. Ritunartíminn spannar fjóra áratugi. Efnið er allt á íslensku og endurspeglar nokkur helstu rannsóknar- svið hans og hugðarefni, þ.e.a.s. hljóðkerfisfræði, bragfræði, setninga- fræði, málkunnáttufræði, samanburð íslensku og færeysku, málvöndun og málfræðikennslu. Bókin ætti að höfða til málfræðinga, íslenskukennara, háskólanema í íslensku og málvísindum og annarra fróðleiksfúsra lesenda. Höskuldur lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1969, fyrrihlutaprófi í almennum málvísindum frá háskólanum í Kiel 1972, kandídatsprófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1974 og doktorsprófi frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum 1979. Frá 1980 til 2016 var hann prófessor í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands en var í leyfi árin 1991– 1995 og gegndi þá stöðu gistiprófessors við Harvard. Árið 2008 var honum veitt viðurkenning Háskóla Íslands fyrir mikilsvert framlag til rannsókna og 2009 hlaut hann verðlaun úr Ásusjóði Vísindafélags Íslands. Hann hefur unnið ötullega að samstarfi málfræðinga, miðlun þekkingar og fræðslu jafnt til fræðimanna sem almennings. Meðal annars var hann í samtals 25 ár ritstjóri tímaritsins Íslenskt mál.

  • Útgáfuár: 2021
  • Blaðsíðufjöldi: 522
  • Fag: Íslenska

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK