Ofbeldi á heimili - Með augum barna

Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir

SKU: U201429

ISBN: 978-9935-23-056-0

4,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Hvaða vitneskju hafa börn og unglingar um ofbledi á heimilum? Hvernig bregðast þau við ofbeldi á heimili sínu? Hvaða áhrif hefur það að búa við heimilisofbeldi árum saman? Hvernig finnst börnum fagaðilar og grunnskólinn liðsinna þeim við slíkar aðstæður? Draga fjölmiðlar upp raunsanna mynd af þessari reynslu barna og unglinga? Þetta er meðal þeirra spurninga sem bókin Ofbeldi á heimili - Með augum barna fjallar um. Hún er framlag til rannsókna á heimilisofbeldi, vanrækslu og misbeitingu gagnvart börnum og mæðrum og er jafnframt innlegg í baráttuna gegn þessu alvarlega þjóðfélagsmeini. Í rannsókninni var leitað til barnanna sjálfra til að athuga hvaða hugmyndir þau hefðu um heimilisofbeldi. Niðurstöðurnar leiddu meðal annars í ljós að viðhorf drengja og stúlkna eru nokkuð ólík og að vitneskja þeirra er oft meiri en foreldrar halda. Í bókinni segja börn frá skilningi sínum og viðbrögðum við margþættu ofbeldi á heimilum. Einnig lýsa mæðurnar, sem bjuggu bæði við andlegt og líkamlegt ofbeldi reynslu sinni. Bókin er gagnleg fyrir almenning, fræðimenn, háskólanema og alla sem sinna börnum og unglingum.

  • Blaðsíðufjöldi: 324
  • Útgáfuár: 2014
  • Fag: Félagsfræði

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK