Orðasafn – í stjórnarháttum fyrirtækja
Höfundar:
Description
Stjórnarhættir fyrirtækja er nýleg fræðigrein sem nær yfir vítt svið: viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði, stjórnmálafræði, siðfræði og félagsfræði. Skilgreiningar á stjórnarháttum fyrirtækja eru margar en í breiðasta skilningi fjalla þeir um skipulag á starfsemi fyrirtækja og þær reglur, ferla og venjur sem stuðst er við í stjórnun fyrirtækja og eftirliti með starfseminni.
Háskóli Íslands starfar samkvæmt málstefnu sem hefur að markmiði að styrkja miðlun þekkingar og færni, styðja við alþjóðlegt starf háskólans og jafnframt að stuðla að viðgangi íslenskrar tungu, að hún sé nothæf og notuð á fræðasviðum háskólans. Í þessu ljósi var ráðist í gerð orðasafns á sviði stjórnarhátta fyrirtækja. Auk þýðinga og skýringa á lykilhugtökum er hér að finna ítarlega fræðilega umfjöllun um grunnþætti fræðasviðsins. Tilurð þess er rakin og þróun til okkar daga auk þess sem helstu grundvallaratriðum stjórnarhátta fyrirtækja og stofnana er lýst.
- Útgáfuár: 2023
- Fag: Viðskiptafræði, lögfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, siðfræði
- Blaðsíðufjöldi: 192
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.