Papúsza - Pólskt Rómaskáld á vettvangi heimsbókmennta
Ritstjóri:
Þýðendur:
Description
Bókin Papúsza. Pólskt Rómaskáld á vettvangi heimsbókmennta geymir sýnishorn af kveðskap pólsk-rómíska skáldsins Bronisława Wajs (1907 ̶ 1987) og fræðilegan texta um líf og ljóð skáldsins eftir Sofiyu Zahova. Ljóðin þýðir Maó Alheimsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson texta Sofiyu. Ritstjóri bókarinnar er Birna Bjarnadóttir.
Bronisława Wajs, sem er betur þekkt sem Papúsza, kemur fram á sjónarsviðið eftir seinni heimsstyrjöld og öðlast alþjóðalega viðurkenningu í lok tuttugustu aldar. Þótt ljóð hennar séu ekki fleiri en fjörutíu talsins eru þau eigi að síður fjölbreytt að gerð. Skáldkonan lagði einatt áherslu á að ljóð hennar væru hugsuð og hefðu orðið til sem gilja, söngvar á rómísku; að upprunalega (þ.e. áður en þau voru fest á blað) hefði hún sungið þessi ljóð í sínu nærumhverfi, sínu samfélagi.
Annar meginþráður í verkum hennar eru lýsingar á lífi Rómafólks og beinum tengslum þeirra við náttúruna sem eru svo fínlega ofnar að þær verða seint bornar saman við rómantískar klisjur um líf Sígauna í náttúrunni þótt Papúsza styðjist við svipuð tákn og líkingar. Önnur ljóð tjá þjóðernisást, það að tilheyra og styðja stjórnvöld sem stuðluðu að bættum lifnaðarháttum Sígauna í Póllandi á fyrra skeiði kommúnismans.
Á 21. öld hefur sagan af Papúszu og verkum hennar fengið byr undir báða vængi. Ljóð hennar „Tár úr blóði“ hefur öðlast verðskuldaðan sess í rómískri bókmenntasögu sem og túlkun Papúszu á helförinni og þjáningum Rómafólks í síðari heimsstyrjöldinni. Rómafólk og aðgerðasinnar sækja í auknum mæli stolt og innblástur til Papúszu.
Bókin er gefin út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í samstarfi við Háskólaútgáfuna.
Útgáfa verksins var styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
- Útgáfuár: 2025
- Fag: Tungumál, þyðingar
- Blaðsíðufjöldi:
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.
