Rannsóknir í viðskiptafræði IV

Ritstjórar: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson, Þórhallur Örn Guðlaugsson

SKU: U202311

ISBN: 978-9935-23-312-7

3,500 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform
  • Kaflar

Description

Tilgangur ritraðarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði er að koma á framfæri áhugaverðum rannsóknum á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða. Hér er fjórða bókin sem kemur út og sem fyrr eru allir kaflarnir ritrýndir.

Rétt eins og í fyrri bókum er efni þessarar bókar mjög fjölbreytt. Í 14 köflum segja 25 höfundar frá rannsóknum á sviði sjávarútvegs, iðnaðar, vinnumarkaðar, líftækni, leiðtogafræði, frammistöðumats, kulnunar, nýsköpunar, krísustjórnunar, eineltis á vinnustað, inngildingar og viðskiptatryggðar. Höfundar koma víða að: úr Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri sem og úr atvinnulífinu.

Ritröðin hefur skapað sér fastan sess meðal fræðimanna, nemenda, stjórnenda og sérfræðinga en með þeirri bók sem hér kemur út hafa verið birtir 50 kaflar eftir 88 höfunda. Efnið er afar fjölbreytt eins og áður segir og á efni ritraðarinnar því erindi við öll þau sem vilja kynna sér viðfangsefni viðskiptafræðinnar, hvort sem er í fræðilegum eða hagnýtum tilgangi.

  • Fag: Viðskiptafræði
  • Blaðsíðufjöldi: 343
  • Útgáfuár: 2024

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK