Reykholt í ljósi fornleifanna
Höfundur:
This product is not available in the selected currency.
In Stock
Backordered
Out of Stock
Description
Reykholt í Borgarfirði er meðal mikilvægari sögustaða þjóðarinnar og líklega best þekkt fyrir búsetu Snorra Sturlusonar þar á 13. öld, en frásagnir af henni má meðal annars finna í Sturlunga sögu. Staðurinn var þó orðinn stórbýli og kirkjumiðstöð fyrir þann tíma. Skipulegar fornleifarannsóknir voru stundaðar á bæjar- og kirkjustæðinu um árabil í kringum síðustu aldamót. Í þessari bók er greint frá niðurstöðum þessara rannsókna sem höfundur stjórnaði, þar sem koma fram upplýsingar um búsetu á staðnum og þróun hennar frá upphafi byggðar þar. Leitast er við að setja niður- stöðurnar í víðara samhengi, bæði á Íslandi og annars staðar á Norður Atlantshafssvæðinu.
Guðrún Sveinbjarnardóttir hefur setið í rannsóknarstöðum við Birmingham University, University College London, Þjóðminjasafn Íslands og Snorrastofu, og stundað kennslu við UCL, Háskóla Íslands og Cambridge University. Áður hafa m.a. komið út eftir hana bækurnar Reykholt. Archaeo- logical Investigations at a High Status Farm in Western Ice- land (2012) og Reykholt. The Church Excavations (2016).
- Blaðsíðufjöldi: 158
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.