Reykjaholt Revisited - Representing Snorri in Sturla Þórðarson's Íslendinga saga
Höfundur:
Description
Bókin fjallar um mynd þá sem Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar dregur upp af Snorra Sturlusyni, um viðhorf og aðferðir sagnaritarans og textasamfélag hans. Fræðimenn hafa löngum dregið mjög í efa hlutlægni Sturlu enda hefur mynd hans af Snorra ekki hugnast þeim. Í bókinni er lýsingin á Snorra og fjölskyldu hans í Reykholti greind og skýrð út frá frásagnarfræði verksins og ætlun höfundar með verkinu. Greiningin byggir á viðamikilli og frumlegri rannsókn og er unnin út frá ýmsum fræðikenningum sem mjög eru á oddinum þessa stundina: svo sem minnisrannsóknum (m.a. um minningasambönd, persónulegt og sameiginlegt minni og hvernig staðir tengjast minningum og tilfinningum), frásagnarfræðum og tilfinningafræðum. Bókin felur í sér mikla nýsköpun þekkingar, áhugaverða bókmenntagreiningu og túlkun og mun gagnast bæði fræðimönnum og stúdentum við áframhaldandi rannsóknir á sviðinu. Bókin er einnig afar áhugaverð lesning fyrir allan almenning enda um nýstárlegt sjónarhorn á viðfangsefnið að ræða.
Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga constitutes the main part of Sturlunga saga, a compilation of samtíðarsögur (Contemporary Sagas) that discusses events in Iceland during the twelfth and thirteenth centuries. In the past, the Sturlunga compilation has been used primarily as a source for historical research. The present study takes no position as to the truthfulness of the narrative. It seeks rather to emphasise Íslendinga saga’s expressive form and to consider the work as a literary discourse about events and their participants. The study examines how the work’s form influenced its content–both what is said and also what is omitted or remains unspoken. It explores the space occupied by Snorri Sturluson and those gathered in groups around him, whether they sought to serve his will or resist his wishes. The book does not discuss who these people really were in the world beyond the saga; that is a question which will never be answered.
Úlfar Bragason is an Emeritus Research Professor at the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies in Reykjavík. Útgefandi er Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en Andrew Wawn þýddi á ensku.
- Blaðsíðufjöldi: 244
- Útgáfuár: 2021
- Fag: Íslensk fræði
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.