Sigurtunga
Ritstjórar:
Description
Þessi bók er safn greina um vesturíslenskt mál og menningu eftir tuttugu höfunda. Þær tengjast nýjum rannsóknum á máli og menningarlegri sjálfsmynd fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi og fjalla um sögu og bókmenntir vesturfaranna og þróun þeirrar íslensku sem hefur verið töluð vestra. Íslenskan í Vesturheimi, vesturíslenska, er svokallað erfðarmál, en svo nefnast þau mál sem innflytjendur og afkomendur þeirra tala í samfélagi þar sem annað tungumál er ríkjandi. Rannsóknir á eðli og örlögum slíkra mála hafa notið vaxandi vinsælda víða um heim á undanförnum árum og rannsóknir á vesturíslensku eru framlag til þeirra fræða. Í bókinni er að finna yfirlit um þessar rannsóknir og sögu og bókmenntir vesturfaranna og afkomenda þeirra. Þótt sumar greinarnar fjalli um flókin fræðileg efni er lagt kapp á framsetning þeirra sé aðgengileg, enda er bókin ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á vesturíslenskum málefnum. Ritstjórar eru Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skrifar formálsorð.
- Blaðsíðufjöldi: 418
- Útgáfuár: 2018
- Fag: Bókmenntafræði
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.