Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar

Ritstjóri: Gerður G. Óskarsdóttir

SKU: U201423

ISBN: 978-9935-23-049-2

7,900 kr.
availability: In Stock

  • Útgáfuform

Description

Í Starfsháttum í grunnskólum við upphaf 21. aldar er lýst umfangsmikilli rannsókn á grunnskólastarfi hér á landi. Höfundar draga upp ítarlega mynd af viðhorfum til námsins, námsumhverfi, skipulagi og stjórnun, kennslu-háttum, hlut nemenda, tengslum skóla við foreldra og grenndarsamfélag, námi í list- og verkgreinum og nýtingu upplýsingatækni. Niðurstöður leiddu í ljós að starfshættirnir mótuðust af viðhorfum sem almennt voru í samræmi við stefnu skólayfirvalda. Algengustu kennsluhættir voru bein kennsla í bekkjarstofu, sem var fylgt eftir með ýmiss konar einstaklingsverkefnum, en kennarar kölluðu eftir meiri kennslufræði-legri forystu. Opin rými og klasar stofa voru einkum í nýjustu byggingunum. Tölvubúnaður var takmarkaður sem og nýting upplýsingatækni í kennslustundum. Viðhorf nemenda til náms og kennslu, sem og samskipta innan skólans, voru almennt jákvæð en áhrif þeirra á starfshætti lítil. Tengsl við foreldra fólust í foreldraviðtölum og rafrænum samskiptum fremur en þátttöku þeirra í skólastarfinu. Svonefndir teymiskennsluskólar skáru sig úr; þar var meiri einstaklingsmiðun í kennsluháttum en í öðrum skólum, samvinnunám algengara, þróunarstarf umfangsmeira og starfsánægja meiri. Bókin er hugsuð sem leiðarljós í þróunarstarfi fyrir kennara, stjórnendur og aðra stefnumótandi aðila, og ekki síður kennaranema og fræðimenn í menntavísindum.

  • Blaðsíðufjöldi: 366
  • Útgáfuár: 2014
  • Fag: Menntavísindi

Oops!

Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.

OK