Tracks in Sand
Ritstjóri:
This product is not available in the selected currency.
In Stock
Backordered
Out of Stock
Description
Út er komin bókin Tracks in Sand: Featuring Modernism in the Work of Sculptor Sigurjón Ólafsson. Í bókinni er fjallað um ýmsa snertifleti danskrar og íslenskrar myndlistarsögu og stöðu Sigurjóns í dönskum myndlistarheimi. Þá er merku samstarfi hans við íslenska arkitekta gerð góð skil og nýju ljósi brugðið á tilraunir listamannsins með tungumál og aðferðir módernismans. Hér er því um að ræða endurmat á listsögulegri stöðu Sigurjóns Ólafssonar og um leið eru greinarnar innlegg í nýjar rannsóknir á norrænum módernisma. Höfundar texta eru Jens Peter Munk, Kerry Greaves, Lise Funder, Pétur H. Ármannsson, Aðalsteinn Ingólfsson og Æsa Sigurjónsdóttir, sem jafnframt er ritstjóri bókarinnar.
Bókin er styrkt af Letterstedtska föreningen
Hönnun kápu og umbrot : Sigrún Sigvaldadóttir / Hunang
Útgefandi er Háskólaútgáfan í samvinnu við Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands, Listasafn Íslands og Listasafn Sigurjóns Ólafsssonar.
- Blaðsíðufjöldi: 76
- Útgáfuár: 2017
- Fag: Listfræði
Oops!
Sorry, it looks like some products are not available in selected quantity.