Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings

Ritstjóri: Jörgen L. Pind

Verknúmer: U202008

ISBN: 978-9935-23-237-3

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Þegar vér virðum vel fyrir oss form hluta eða hreyfingar þeirra, eða hlustum með óskiptri athygli á hljóð, þá vaknar löngum hjá oss hneigð til að líkja eftir því sem vér sjáum eða heyrum, líkja eftir því með vöðvahreyfingum sem verða í líkömum vorum. Þannig lýsti Guðmundur Finnbogason (1873–1944) kjarnanum í merkilegri kenn­ ingu sinni um samúðarskilninginn sem fjallar um „þær brautir er virðast liggja frá sál til sálar“. Er hún vafalítið ein frumlegasta kenning íslensks sálfræðings og bók hans Den sympatiske Forstaaelse sígilt rit í sögu norrænnar sálfræði. Hér segir frá ævi og verkum Guðmundar. Sérstaklega er vikið að sálfræðilegum hugmyndum hans og þá ekki síst kenningunni um samúðarskilninginn sem oft hef­ ur verið misskilin. Bókin er sérstök að því leyti að kafað er dýpra í hugmyndaheim Guðmundar en vant er í íslenskum ævisögum. Hugað er að því hvert hann sótti innblástur í verk sín, að viðtökum sem þau fengu og gildi þeirra nú. Bókin rekur einnig merkilegt framlag Guðmundar til íslenskra menntamála en hann var aðalhöfundur laga um alþýðufræðslu sem samþykkt voru á Alþingi árið 1907 og marka upphaf skólaskyldu á Íslandi. Í uppeldisritum sínum lagði Guðmundur megináherslu á að menntunin yrði að fylgja „þróunarlögum barnssálarinnar“. Með því kvað við nýjan tón í umræðum um menntamál hér á landi. Í bókinni er dregin upp minnisstæð mynd af bláfátækum sveitapilti sem braust frá smalaprikinu til æðstu mennta og tókst það ætlunarverk sitt að „setjast á bekk með“ merkum sálfræðingum á fyrri helmingi 20. aldar, þótt hann mætti stundum litlum skilningi meðal landa sinna. Þrátt fyrir mótlæti á stundum gekk Guðmundur að hverju verki með hita og fjöri eins og víða sér stað í umfjöllun höfundar. Bókin kemur nú út í endurskoðaðri útgáfu.

  • Fag: Sálfræði
  • Útgáfuár: 2020
  • Blaðsíðufjöldi: 468

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK