Gæði kennslu - Námstækifæri fyrir alla nemendur
Ritstjórar:
Upplýsingar
Rétturinn til menntunar er einn af grundvallarþáttum almennra mannréttinda enda er víðast hvar litið á menntun sem leið til heildstæðrar hæfni og farsældar, einstaklinga jafnt sem samfélaga. Til þess að menntun getið orðið slíkt afl þurfa menntakerfi og skólar að geta tekist á við knýjandi viðfangsefni samtímans með gæði kennslu og náms að leiðarljósi og vel menntaða kennara í broddi fylkingar.
Í þessari bók er fjallað um gæði kennslu og námstækifæra nemenda í 15 köflum sem skrifaðir eru af höfundum með víðtæka þekkingu og reynslu. Rúmlega helmingur bókarinnar er byggður á íslenskum niðurstöðum rannsóknar á gæðum kennslu á Norðurlöndununum (Quality in Nordic Teaching – QUINT) sem lauk 2024. Viðfangsefnið er einnig sett í víðara samhengi, svo sem við farsæld sem markmið menntunar, kennslufræði sem styður við menntun fyrir alla og skapandi námsumhverfi.
Bókin er sérstaklega skrifuð með starfandi kennara og skólastjórnendur, kennaranema og kennsluráðgjafa í huga. Höfundar hafa að leiðarljósi að sameina fræðileg og hagnýt sjónarhorn á viðfangsefni sín þannig að efnið nýtist í kennaramenntun og við starfsþróun í skólum.
- Útgáfuár: 2025
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.