Gagnfræðakver handa háskólanemum – 5. útgáfa

Höfundar: Friðrik H. Jónsson, Sigurður J. Grétarsson

Verknúmer: U201833

ISBN: 978-9935-23-197-0

4.490 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

í þessu kveri er að finna ýmislegt sem háskólakennarar ætlast til að nemendur þeirra kunni, ýmislegt sem jafnvel skiptir sköpum í námi en er þó sjaldan beinlinis kennt. Fjallað er um námstækni og vinnubrögð í háskóla, bókasöfn, skipulag ritsmíða, ritað mál, orðanotkun, heimildanotkun, þýðingar á erlendu efni, uppsetningu taflna og sitthvað fleira sem huga þarf að í rannsóknavinnu og námi. Boðskapur kversins er sá að um háskólanám og fræðimennsku gildi eins konar leikreglur sem þeir sem ætla sér þroska eða frama á þeim vettvangi verða að læra, leikreglur sem einnig nýtast í lífinu sjálfu utan háskólaveggjanna, þessar reglur felast sjaldan í skýrt skilgreindri tækni heldur í fremur óljósu en þó almennu samkomulagi um hvað gangi eða borgi sig og hvað ekki. Reynt er að skýra skilmerkilega frá þeim reglum og tækniatriðum sem lítill eða enginn ágreiningur er um og að gefa tóninn um hvað teljist góður smekkur þegar kennimörk eru óljós eða aðferðir fjölbreyttar. Þetta er 5. útgáfa.

  • Fag: Námstækni, heimildaskrár o.fl.
  • Útgáfuár: 2018
  • Blaðsíðufjöldi: 196

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK