Lognmolla í ólgusjó – Alþingiskosningarnar 2021 og kjósendur í áranna rás

Höfundar: Hulda Þórisdóttir, Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir, Ólafur Þ. Harðarson, Jón Gunnar Ólafsson

Verknúmer: U202418

ISBN: 9789935-23-339-4

6.900 kr.
lagerstaða: Uppselt

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Bókin leiðir lesendur í ferðalag um íslensk stjórnmál. Hér leita höfundar svara við spurningum sem gjarnan eru ræddar í heitum pottum landsins: Hvað gæti ráðið mestu um hvað fólk kýs? Er eitthvað að marka fylgiskannanir? Hafnar unga fólkið hefðbundnum stjórnmálum? Er gjá milli frambjóðenda og kjósenda? Er neikvæðni í kosningabaráttu að aukast? Og hvernig hefur þetta allt verið að breytast á undanförnum árum og áratugum? 

Árið 2021 lék heimsfaraldur heiminn grátt en í íslenskum stjórnmálum ríkti loks lognmolla eftir óróleika eftirhrunsáranna. Með einstökum gögnum Íslensku kosningarannsóknarinnar eru alþingiskosningarnar 2021 notaðar sem útgangspunktur til að skoða stjórnmálaþróun síðustu áratuga og hvers megi vænta í þróun lýðræðis á næstu árum. 

Höfundar bókarinnar eru sérfræðingar í íslenskum stjórnmálum og eru mörgum lesendum kunnir fyrir skýringar sínar á stjórnmálum í fjölmiðlum um árabil. 

 

Útkoma þessarar bókar er mikið fagnaðarefni fyrir öll okkar sem höfum áhuga á stjórnmálum. Hér birtast ítarlegar rannsóknir helstu fræðimanna okkar sem greina og skýra hvað gerðist í alþingiskosningunum 2021, skrifaðar á tungumáli sem allir geta skilið. En bókin er miklu meira en það, hér er skýr innsýn í viðhorf og væntingar kjósenda til lýðræðisins og stjórnmálaþátttöku undanfarna áratugi – og margt fleira. Bókin á ekki bara erindi til fræðimanna heldur og alls almennings. Hún er í raun ómissandi fyrir allt áhugafólk um stjórnmál. 

- Bogi Ágústsson fréttamaður 

  • Fag: Stjórnmálafræði
  • Blaðsíðufjöldi: 282
  • Útgáfuár: 2024

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK