Rannsóknir í viðskptafræði V

Ritstjórar: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson, Þórhallur Örn Guðlaugsson

Verknúmer: U202513

ISBN: 978-9935-23-349-3

4.500 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform
  • Kaflar

Upplýsingar

Tilgangur ritraðarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði er að koma

á framfæri áhugaverðum rannsóknum á bæði fræðilegum og

hagnýtum þáttum viðskiptafræða. Hér er það fimmta bókin sem

kemur út og sem fyrr eru allir kaflarnir ritrýndir.

Kaflarnir í þessari bók eru 10 talsins og alls 20 höfundar sem

segja frá rannsóknum á sjálfbærni og stjórnarháttum, stjórnun á

ólíkum sviðum, frumkvöðlastarfi og nýsköpun, orðspori í ferða-

þjónustu, húsnæðismarkaði og orlofsíbúðamarkaði, trausti í

bankastarfsemi og á samspili virks náms og námsárangurs.

Höfundar koma víða að: frá Háskóla Íslands, Háskólanum í

Reykjavík, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Akureyri sem

og úr atvinnulífinu.

Ritröðin hefur skapað sér fastan sess meðal fræðimanna, nem-

enda, stjórnenda og sérfræðinga. Í bókunum fimm hafa alls

verið birtir 60 kaflar. Efnið er afar fjölbreytt og á erindi við öll

þau sem vilja kynna sér viðfangsefni viðskiptafræðinnar, hvort

sem er í fræðilegum eða hagnýtum tilgangi.

  • Útgáfuár: 2025
  • Blaðsíðufjöldi: 250
  • Fag: Viðskiptafræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK