Sálubót - Afmælisrit til heiðurs Jörgen L. Pind

Ritstjórar: Árni Kristjánsson, Kristján Árnason, Heiða María Sigurðardóttir

Verknúmer: U202015

ISBN: 978-9935-23-251-9

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Jörgen L. Pind, prófessor í sálfræði, varð sjötugur 8. maí 2020. Þetta rit er gefið út honum til heiðurs í tilefni af afmæli og starfslokum. Í því sameina krafta sína afmælisbarnið sjálft og samstarfsmenn hans í sálfræði og málfræði og fjalla um margvísleg efni, meðal annars lesblindu og sjónskynjun, sögu og uppruna sálfræðinnar, klíníska sálfræði, íslensku á erlendri grundu, orðfræði og málrækt. Leitað er svara við spurningum á borð við hvernig Jóhannes Kepler leysti gátuna um sjónumyndina, hvernig kappsfullar hugmyndir um vísindalega aðferð hafa mótað sálfræðina frá upphafi, hvort ósjálfráð skynjun á lit – samskynjun – geti þróast sem svar við áskorunum sem fylgja lestrarnámi barna, og hvað gerist þegar þegar ein darga fjölgar sér í Vesturheimi. Jörgen hefur komið víða við á starfsferli sínum, bæði í kennslu, rannsóknum og stjórnun, við Menntaskólann í Hamrahlíð, Orðabók Háskólans og sálfræðiskor sem síðar varð Sálfræðideild Háskóla Íslands. Hann varð fyrsti deildarforseti Sálfræðideildar þegar hún var stofnuð árið 2008. Jörgen hefur einkum sinnt rannsóknum á tveimur sviðum sálfræðinnar, annars vegar í skynjunarsálfræði og hugfræði en hins vegar sögu sálfræðinnar. Hann hefur birt margar greinar í alþjóðlegum vísindatímaritum um rannsóknir sínar og auk þess samið margar bækur, meðal annars Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings og Edgar Rubin and Psychology in Denmark. Auk þess hefur hann samið kennslubækur í sálfræði, meðal annars Sálfræði: Hugur, heili og hátterni og Sálfræði ritmáls og talmáls.

  • Fag: Sálfræði
  • Útgáfuár: 2021
  • Blaðsíðufjöldi: 248

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK