Tíðni orða í tali barna
Höfundur:
Upplýsingar
Þessi orðtíðnibók er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi um tíðni orða í talmáli barna. Hún sýnir hvaða orð börnunum er tamast að nota þegar þau tjá sig á íslensku í samræðum við fullorðna. Orðtíðnibókin byggir á margra ára vinnu við söfnun málsýna af tali barna og afritun þeirra. Heildarfjöldi orða (lesmálsorða) sem liggur til grundvallar er 100.107, mismunandi orðmyndir eru 7.883 og fjöldi flettiorða er 3.879. Orðtíðnibókin er framlag til að auka þekkingu á málfærni barna sem tala íslensku. Henni er ætlað að nýtast við kennslu á grunnorðum í íslensku fyrir börn með málþroskaröskun og börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku. Auk þess getur hún nýst við kennslu í háskólum um málfærni og máltöku barna og við þróun námsefnis til að efla færni í íslensku.
- Útgáfuár: 2019
- Fag: Íslenska, menntavísindi
- Blaðsíðufjöldi: 534
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.