Ykkar einlæg - Bréf frá berklahælum
Höfundur:
Ritstjóri:
Upplýsingar
Ingunn Sigurjónsdóttir var fædd 24. nóvember 1906 á Einarsstöðum í Reykjadal en ólst upp frá 1913 á Litlulaugum í sömu sveit. Líklega smitaðist hún af berklum sem barn. Hún var fyrst send á Sjúkrahúsið á Akureyri í vetrarbyrjun 1924, var þá greind með berkla og hafin meðferð á sjúkdómi hennar. Hún fór suður á Vífilsstaðahæli vorið 1926 og flutti svo inn á Kristneshæli í nóvember 1927 þegar hælið hafði verið tekið í notkun. Ingunn lést þar 20. maí 1931.
Á meðan á dvöl Ingunnar stóð á sjúkrahúsinu og hælum skrifaðist hún á við foreldra og systkini. Bréfin lýsa lífinu á sjúkrastofnunum, lækningaaðferðum, andlegu ástandi berklasjúklings, löngunum og þrám, en einnig þroskakostum ungrar konu sem bundin er á heilsuhælum.
Úlfar Bragason hefur safnað saman bréfum Ingunnar, skýrt þau, ritað inngang að þeim og búið til prentunar. Bókin kemur út hjá Háskólaútgáfunni.
- Blaðsíðufjöldi: 362
- Útgáfuár: 2024
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.