Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar

Ritstjóri: Guðrún Ingólfsdóttir

Verknúmer: U201622

ISBN: 978-9935-23-123-9

4.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Út er komin tuttugasta bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem nefnist: Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar - Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld. Í bókinni er fjallað um sambúð íslenskra kvenna og bóka frá miðöldum og fram á 18. öld. Íslenskar konur áttu ekki kost á skólagöngu fyrr en seint á 19. öld. Þrátt fyrir það lærðu þær margar að lesa og skrifa. Þær áttu líka fjölbreytt úrval bóka sem þjónuðu ólíku hlutverki og voru sumar færar um að skrifa handrit. Besta leiðin til að öðlast innsýn í hugarheim og sjálfsmynd kvenna á fyrri tíð er að skoða bækurnar sem þær áttu. Sumar voru menntandi, aðrar til skemmtunar, sumar jafnvel svolítið klúrar. Ákveðnar bækur voru notaðar við lestrarkennslu en í bækurnar sóttu konur einnig fyrirmyndir og hjálparmeðul í ótryggum heimi. Þær konur fyrri alda sem heimildir herma að hafi umgengist bækur og handrit tilheyrðu flestar mennta- og valdafólki. Til að fá innsýn í bókmenningu og veröld alþýðukvenna var í fyrsta kafla bókarinnar kafað ofan í bók úr eigu einnar úr þeirra hópi á 18. öld. Bókin hennar geymir fjölþætt efni sem studdi hana við húsmóðurskyldurnar. Heimilið var á þessum tíma ekki einasta griðastaður, það var stærsti vinnustaður landsins og um leið helsti skemmtistaðurinn. Læknishjálp og lyf voru af skornum skammti, engir öryggishnappar við höndina, aðeins Guð, lukkan og sjálfsbjargarviðleitni. Í bókinni er reynt að sýna hvernig alþýðukona lifði af í viðsjálum heimi þar sem ekki einasta þjófar voru á sveimi heldur líka hyski annars heims. Engilsh: The Things Our Dear Old Ladies Hoard. Icelandic Women‘s Book Culture from the Middle Ages to the 18th Century is the title of a new book by Guðrún Ingólfsdóttir Ph.D. The book seeks to examine women's literary culture in Iceland from the Middle Ages up to 1730, i.e. women‘s ability to read and write and how books benefitted women. The best way to gain insight into women‘s education, role, world view and self-esteem is to examine their books. The present volume does not aim to present an overall picture of women's lives in Iceland, not least because relevant sources for the period between the Middle Ages and 1730 are often relatively sparse. However, full use has been made of available documentary evidence in order to better understand the role of women in Icelandic book culture. There are, for example, funeral eulogies about a small number of women in which female morality and piety is invariably valorised. There are also commemorative verses and elegies that contain important information also found in biographical accounts but the latter are much less common. The yearbooks of Jón Espólín, Iceland's first “gossip columnist”, were another irresistible source of information. In examining these sources the overriding priority was to provide these women with a voice by allowing their books to speak to us. Indeed, the present study draws on the traditional notion of the book as a mirror, in which a man can observe himself, both as he is and as he ought to be. Here, however, the focus is on the image of women as reflected in their books; we learn of their world-view and preoccupations, and the role that books played in their lives. The first chapter examines the manuscripts of one common woman, thereby allowing the voice of such individuals full expression alongside the aristocratic women.

  • Blaðsíðufjöldi: 352
  • Útgáfuár: 2016
  • Fag: Sagnfræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK