Af hverju strái

Verknúmer: U201837

ISBN: 978-9935-23-201-4

4.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Bókin fjallar um tímabil í Íslandssögunni sem fremur litla athygli hefur fengið. Viðfangsefni hennar eru af umhverfis- og félagssögulegum toga og skiptist bókin í fjóra hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um viðhorf fræðasamfélagsins á 20. og 21. öld til umhverfis- og byggðasögu tímabilsins fyrir 1700, og bent á að frá því um 1930 hafi verið litið svo á að um 1100 hafi allir möguleikar til útþenslu landbúnaðar verið uppurnir. Þetta viðhorf sætti vaxandi gagnrýni eftir 1980 og bókin er ávöxtur af þeirri endurskoðun sem þá kom fram. Þrír síðari hlutar bókarinnar lýsa endurskoðun á hugmyndum um möguleika landbúnaðar á tímabilinu og bent er á að til séu heimildir, einkum Íslenskt fornbréfasafn,sem sýni svo ekki verði um villst að eldra viðhorfið stenst ekki. Fyrst er fjallað um byggð og fólksfjölda, aðallega frá 14. til 17. aldar. Þá er rætt um landbúnaðarkerfi tímabilsins, áhrif þess á umhverfið og möguleika þess til vaxtar. Í lokahluta bókarinnar er bændasamfélagið sjálft tekið til skoðunar og staða þess í evrópsku samhengi, bæði með tilliti til lífskjara og landbúnaðarkerfis. Í heild dregur bókin upp nýja mynd af sambúð samfélags og náttúru á tímabilinu 1300–1700. Bókin er byggð á doktorsritgerð höfundar frá Kaupmannarháskóla og þeim viðbótarrannsóknum sem hann hefur gert á viðfangsefninu að loknu doktorsprófi. Dr. Árni Daníel Júlíusson hefur frá 1987 starfað sem sagnfræðingur við ritstörf, rannsóknir og kennslu. Hann er meðlimur ReykjavíkurAkademíunnar og starfar sem sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands.

  • Blaðsíðufjöldi: 298
  • Útgáfuár: 2018
  • Fag: Sagnfræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK