Af neista verður glóð – Vísindi og vettvangur í félagsráðgjöf

Ritstjórar: Halldór S. Guðmundsson, Sigrún Harðardóttir

Verknúmer: U201912

ISBN: 978-9935-23-219-9

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er frumkvöðull sem sett hefur mark sitt á þróun íslensks samfélags og velferðarmála, bæði á hinum starfstengda vettvangi og á sviði fræðaiðkunar. Rannsóknarsvið hennar er víðfeðmt og spannar m.a. fjölskyldumál og samskipti, barna- og fjölskylduvernd og rannsóknir og þróun í félagsráðgjöf ásamt faghandleiðslu. Eftir hana liggur fjöldi bóka og bókarkafla, ritrýndra greina og annað fræðilegt efni. Að auki hefur Sigrún ritað fjölmargar greinar og unnið fræðsluefni ætlað almenningi. Af neista verður glóð er greinasafn sem gefið er út Sigrúnu til heiðurs. Í fyrri hluta þess eru átta almennar greinar þar sem fjallað er um mikilvægi tengsla, þróun úrræða í félagsþjónustu, skólafélagsráðgjöf, réttarfélagsráðgjöf og forvarnir og einnig um deigluna, söguna og samstöðuna í fagi og fræðum félagsráðgjafar. Í síðari hlutanum eru ellefu ritrýndar fræðigreinar þar sem einkum er varpað ljósi á barnavernd, fjölskyldustefnu, skólastarf, fjölskyldumeðferð, skilnaðarmál, handleiðslu, fagþróun og vinnuaðferðir. Bókin nýtist einkum félagsráðgjöfum og öðru fagfólki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, nemendum í félagsráðgjöf, sem og öðru áhugafólki um viðfangsefni félagsráðgjafar.

  • Útgáfuár: 2020
  • Fag: Félagsráðgjöf
  • Blaðsíðufjöldi: 302

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK