Afríka sunnan Sahara - í brennidepli II

Ritstjórar: Magnfríður Birnu Júlíusdóttir, Jón Geir Pétursson, Geir Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir

Verknúmer: U202317

ISBN: 978-9935-23-315-8

6.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Afríka sunnan Sahara er heillandi heimshluti. Þar á mannkyn uppruna sinn, mannlíf er fjölbreytt, náttúra stórbrotin og auðlindir ríkulegar. Saga samskipta við Evrópu, með þrælaverslun og nýlenduyfirráðum, skilur eftir sig djúp spor enn í dag. Stutt er síðan flest ríki á þessu svæði öðluðust sjálfstæði. Íbúum fjölgar hratt og er ungt fólk í miklum meirihluta. Nýrrar kynslóðar bíða tækifæri með aukinni menntun, borgvæðingu og rísandi hagkerfum en samtímis áleitnar áskoranir fyrir sjálfbæra þróun.

Þessari bók er ætlað að efla áhuga og skilning fólks á málefnum Afríku sunnan Sahara. Höfundar fjalla um fjölbreytt viðfangsefni á aðgengilegan hátt með texta og myndum. Allir hafa þeir þekkingu á samfélagsþróun í Afríku sunnan Sahara og reynslu af margvíslegum verkefnum í þessum heimshluta.

Afríka 20:20 stendur að útgáfu bókarinnar, en það er félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara. Þessi bók er annað bindi Afríka sunnan Sahara í brennidepli, en það fyrra kom út árið 2007.

 

 

  • Útgáfuár: 2023
  • Blaðsíðufjöldi: 292
  • Fag: Landafræði, mannfræði, félagsvísindi

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK