Andvari 2015

Ritstjóri: Gunnar Stefánsson

Verknúmer: U201538

ISBN: 977-025-83-770-01

2.950 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Þetta er 140. árgangur ritsins, hinn fimmtugasti og sjöundi í nýjum flokki. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson. – Aðalgrein Andvara að þessu sinni er æviþáttur um Rannveigu Þorsteinsdóttur, alþingismann og lögfræðing, eftir Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Rannveig var meðal fyrstu kvenna á Alþingi, sat þar 1948-53. Annað efni er sem hér segir: Kristín Ástgeirsdóttir skrifar um þrjár fyrstu konurnar sem sátu á þingi. Auður Styrkársdóttir ritar um merka nítjándu aldar konu sem nú er nánast gleymd en átti sér óvenjulegan feril, Sigríði Einarsdóttur Magnússon. Síðan koma greinar sem varða íslenska bókmenntasögu. Páll Bjarnason fjallar um efni sem mörgum hefur verið kært, hvort kvæði Jónasar, Ferðalok, sé um Þóru Gunnarsdóttur, en það hefur verið dregið í efa í seinni tíð. Þórir Óskarsson skrifar um doktorsrit Kristjáns Jóhanns Jónssonar um Grím Thomsen. Sveinn Yngvi Egilsson fjallar um hafið og háleitar myndir í kvæðum Einars Benediktssonar. Gunnar Stefánsson skrifar um höfundarferil Kristmanns Guðmundssonar á Íslandi. Hann ritar einnig upphafspistil „Frá ritstjóra“ að vanda.

  • Blaðsíðufjöldi: 174
  • Útgáfuár: 2015
  • Fag: Almennt

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK