Andvari 2020
Ritstjóri:
This product is not available in the selected currency.
Til á lager
Forpöntun
Uppselt
Upplýsingar
Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Ritstjóri er Ármann Jakobsson. Aðalgrein Andvara 2020 er æviágrip Brodda Jóhannessonar skólastjóra. Höfundur er Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þórólfur fjallar þar rækilega um hugmyndir Brodda og samhengi þeirra.
Í Andvara er einnig grein eftir Láru Magnúsardóttur sagnfræðing þar sem hún ræðir hugsanlega tilurð hinnar þekktu vísu „Jólasveinar einn og átta“ og tengir við átök um kirkjuvald á 13. öld. Steinunn Inga Óttarsdóttir ritar um Oddnýju Guðmundsdóttur frá Hóli sem var stórmerk skáldkona en hefur verið lítill sómi sýndur. Auður Aðalsteinsdóttir fjallar um listakonuna Drífu Viðar sem einnig var ritdómari og aðferð hennar við gagnrýni.
Þrjár greinar Andvara 2020 fjalla með einum eða öðrum hætti um tengsl Íslands við umheiminn. Arngrímur Vídalín fjallar um blámenn í fornsögum, Páll Björnsson segir frá Íslandsferð fiðluleikarans og tónskáldsins Johan Svendsen, og Markus Meckl segir frá frönsku trúboði á Íslandi á 19. öld.
Ritstjóri Andvara er Ármann Jakobsson og ritar hann pistil um árið 2020 og ýmis merk tímamót sem þá urðu. Þetta er 145. árgangur Andvara en hinn 62. í nýjum flokki. Ritið er að þessu sinni 207 síður. Aðsetur ritsins eru nú hjá Háskólaútgáfunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands.
- Útgáfuár: 2020
- Fag: Almennt efni
- Blaðsíðufjöldi: 206
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.