Andvari 2025
Ritstjóri:
Upplýsingar
Aðalgrein Andvara 2025 er æviágrip Barða Guðmundssonar þjóðskjalavarðar og alþingismanns eftir Skafta Ingimarsson. Andvari hefur um áratuga skeið birt rækilegar greinar um látna merkismenn, einkum ef ævisaga viðkomandi hefur ekki verið rituð. Í grein sinni ræðir Skafti bæði störf Barða og fræðirit, m.a. rit hans um Herúla og uppruna Njálu.
Guðrún Kvaran og Ágústa Þorbergsdóttir leggja Andvara til grein um mannanöfn sótt til dýraríkisins. Helga Kress fjallar um skáldsögu Hallgríms Helgasonar Konuna við þúsund gráður, Kristrún Halla Helgadóttir segir frá „prinsessumanntalinu“ á 18. öld og Páll Bjarnason ræðir áður óbirt kvæði eftir Bjarna Thorarensen. Þá fjallar Jón Karl Helgason um upphaf teiknimyndasagna á Íslandi, Ragnhildur Ósk Sævarsdóttir um fyrstu íslensku glæpasöguna og Þór Martinsson um upphafið að útgáfu Andvara fyrir 150 árum. Steingrímur Jónsson ræðir samskipti Halldórs Laxness og Nikkelín Árnadóttur, Erna Arngrímsdóttir fjallar um bók Höllu Tómasdóttur um hugrekki og Kristján Árnason ræðir „málvistkerfi“ íslenskunnar. Í Andvara 2025 birtist líka þýðing Vésteins Ólasonar á grundvallarverki W.P. Ker um miðaldabókmenntir og Marta María Jónsdóttir ræðir við Sigríði Björnsdóttur listmeðferðarfræðing.
Ritstjóri Andvara er Ármann Jakobsson. Þetta er 150. árgangur Andvara en hinn 67. í nýjum flokki. Ritið er að þessu sinni 253 síður. Aðsetur ritsins er nú hjá Háskólaútgáfunni á Sögu.
- Útgáfuár: 2024
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.