Ástarkraftur – undirstöður ástarfræða
Ritstjórar:
Upplýsingar
Árið 1991 kynnti Anna Guðrún Jónasdóttir, prófessor emerita við Örebro-háskóla, hugtakið ástarkraft en með erótík og umhyggju eflir hann sköpunarkraft og sjálfa tilvistina. Í kjölfarið hafa ástarrannsóknir orðið til sem rannsóknarsvið og hér er fjallað um þær í íslensku samhengi. Kaflar í bókinni spanna vítt svið, snerta t.d. á rómantískum para- og fleirsamböndum, fjölskyldu og hjónaböndum, landamærum og stjórnmálum, kvikmyndum og skólastofum. Höfundar fjalla því um ólík ástartengsl, allt frá kynferðislegri ást til alheimsástar. Byggt er á feminískum og öðrum gagnrýnum fræðum til þess að greina hvernig ástin, sem grundvöllur mannlegra tengsla virkar sem valdakerfi í samfélaginu.
Bókin ögrar hefðbundnum skilum milli hins persónulega og pólitíska og er í henni sett fram ný sýn á hlutverk ástar, ástarvinnu, umhyggju og tilfinningalegrar fjárfestingar sem grundvöll íslenskrar samfélagsgerðar. Fræðafólk á sviði félags-, hug- og og menntavísinda stígur hér skref í átt til þess að móta nýjan skilning á íslensku samfélagi. Bókin á erindi til allra sem hafa áhuga á þeim umbreytandi áhrifum sem ástin getur haft á nútímasamfélag.
- Fag: Ástarfræði
- Útgáfuár: 2025
- Blaðsíðufjöldi: 418
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.
