Barnavernd á Íslandi – fyrr og nú

Ritstjórar: Halldór S. Guðmundsson, Sigrún Harðardóttir, Hrefna Friðriksdóttir

Verknúmer: U202313

ISBN: 9789935233172

6.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform
  • Kaflar

Upplýsingar

Heildstæð barnaverndarlög voru sett í fyrsta sinn á Íslandi árið 1932. Síðan þá hafa orðið gagngerar breytingar á íslensku samfélagi, lagaumgjörð, stofnanauppbyggingu, fagþekkingu, framkvæmd mála og skipulagi málaflokksins. Lengi hefur verið rætt um þörf fyrir yfirlitsrit um barnavernd og það er því mikið fagnaðarefni að hér líti dagsins ljós yfir gripsmikið fræðirit um stöðu og þróun barnaverndar á Íslandi. Bókin er hugsuð sem fræðsluefni fyrir nemendur, kennara, starfsfólk og stofnanir í barnavernd og almennt fyrir starfsfólk á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu.

Sigrún Júlíusdóttir ritar inngang bókarinnar og dregur upp mynd af barnavernd og félagsráðgjöf frá hugmyndafræðilegu sjónarhorni og sögulegri framþróun. Fræðilegur hluti bókarinnar skiptist í þrennt. Í fyrsta hluta er fjallað um barnaverndarlög og stjórnsýslu. Fjallað er um þróun barnaverndarlaga og uppbyggingu barnaverndarkerfisins á Íslandi. Í öðrum hluta er sjónum beint að starfsaðferðum og málsmeðferð í barnavernd. Skoðaðar eru áskoranir og tækifæri sem fylgja nýjum áherslum á samþættingu þjónustu við börn og rýnt í einstaka þætti málsmeðferðar. Í þriðja hluta er umfjöllun um ýmis úrræði í barnavernd. Farið er yfir þróun stuðningsúrræða og varpað ljósi á ýmsar hliðar fjölbreyttra stuðnings- og meðferðarúrræða í barnavernd.

Auk hins fræðilega þáttar hefur bókin að geyma áhugaverð og upplýsandi viðtöl við núverandi og fyrrverandi starfsfólk í barnavernd. Alls var rætt við fjórtán einstaklinga sem komið hafa að málaflokknum á mismunandi tímum og úr ólíkum áttum sem gefur ómetanlega innsýn í barnaverndarstarf á Íslandi.

„Ég er ótrúlega bjartsýn, maður verður að vera það, ég kýs að trúa því að við séum á réttri leið, þótt vissulega séu brekkur og skaflar og alls konar hindranir held ég að við stefnum í rétta átt.“
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir

  • Fag: Félagsráðgjöf

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK