Bóndinn, spendýrin og fleiri undur alheimsins

Höfundar: Sigurður Gylfi Magnússon, Árni H. Kristjánsson

Verknúmer: U201416

ISBN: 978-9935-23-060-7

4.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Í bókinni eru tveir ítarlegir greiningarkaflar höfunda bókarinnar. Viðfangsefni þeirra er níu binda alfræðiverk Jóns bónda Bjarnasonar frá Þórormstungu í Vatnsdal sem hann vann á árunum 1845–1852. Þá er í bókinni að finna efni frá Jóni bónda sjálfum, frumtextar úr handriti hans. Birtur er formáli verksins þar sem Jón bóndi gerir grein fyrir aðföngum sínum og aðferðum. Einnig er að finna í bókinni langan kafla um mannkynið auk annars efnis sem allt er afar athyglisverðir í menningarsögulegu ljós. Í köflunum höfunda bókarinnar er fjallað um verk Jóns frá mörgum hliðum; ævi hans er rakin eftir bestu fáanlegu heimildum, aðstæður greindar, tungutak opinberað og reynt að svara spurningunni: Hvernig verður svona maður til og hvað er það sem gerir honum kleift að þrífast í fátækt 19. aldarinnar á Íslandi? Einnig er hugað að samspili texta og teikninga í verkinu, en það prýða rúmlega 500 teikningar, ýmist af mönnum, dýrum, steinum eða plöntum. Sú greining er sett í samhengi þess sem höfundar nefna „skapandi rými“ 19. aldar, það andrúmsloft sem gerði mönnum eins og Jóni bónda kleift að njóta sín. Í bókinni er að finna yfir 50 myndir og mikill meirihluti þeirra eru teikningar Jóns bónda. Þetta er 17. bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og verkið er ritrýnt.

  • Blaðsíðufjöldi: 212
  • Útgáfuár: 2014
  • Fag: Sagnfræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK